Velkomin á heilbrigðisþing árið 2020 þann 27. nóvember sem fjallar um mönnun, menntun og nýsköpun í heilbrigðiskerfinu.
Heilbrigðisþingið er liður í vinnu við gerð þingsályktunartillögu heilbrigðisráðherra um stofnun sérstaks ráðs á landvísu um þessi mál.
Meðal fyrirlesara eru: Svandís Svavarsdóttir, Gabrielle Jacob, Ásta Bjarnadóttir, Ásta Valdimarsdóttir, Alma Möller, Óskar Reykdalsson, Margrét Helga Ögmundsdóttir, Sigyn Jónsdóttir, Guðjón Hauksson og Inga Þórsdóttir.
Vantar þig aðstoð varðandi skráningu á þingið? Hafðu samband og við svörum við fyrsta tækifæri.
Gabrielle Jacob hefur víðtæka þekkingu á heilbrigðiskerfinu og byggir á meira en 15 ára reynslu, jafnt á innlendum og alþjóðlegum vettvangi. Reynsla hennar tekur til ýmissa sviða, þar á meðal til mönnunar í heilbrigðiskerfinu, öldrunarmála og þjónustu við aldraða, málefni fatlaðra, umbóta í heilbrigðiskerfinu, skipulagsþróunar, breytingastjórnunar og verkefnastjórnunar. Hún hóf störf fyrir Evrópudeild Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar árið 2018 og gegnir þar stöðu forstöðumanns mannauðsmála í heilbrigðisþjónustu en áður var hún embættismaður í írska heilbrigðisráðuneytinu.
Ms Gabrielle Jacob has more than 15 years of senior experience in the health sector at national and international levels, and has worked in areas including human resources for health, ageing and older people’s services, disability services, health system reform, organizational development, change management and programme/project management. She joined WHO/Europe as Programme Manager of Human Resources for Health (HRH) in 2018, prior to which she was a senior official in the Irish Ministry of Health.