Velkomin á heilbrigðisþing árið 2020 þann 27. nóvember sem fjallar um mönnun, menntun og nýsköpun í heilbrigðiskerfinu.
Heilbrigðisþingið er liður í vinnu við gerð þingsályktunartillögu heilbrigðisráðherra um stofnun sérstaks ráðs á landvísu um þessi mál.
Meðal fyrirlesara eru: Svandís Svavarsdóttir, Gabrielle Jacob, Ásta Bjarnadóttir, Ásta Valdimarsdóttir, Alma Möller, Óskar Reykdalsson, Margrét Helga Ögmundsdóttir, Sigyn Jónsdóttir, Guðjón Hauksson og Inga Þórsdóttir.
Vantar þig aðstoð varðandi skráningu á þingið? Hafðu samband og við svörum við fyrsta tækifæri.
Guðjón Hauksson er hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands, með meistaragráðu í heilsuhagfræði frá sama skóla ásamt meistaranámi í rannsóknum á heilbrigðisvísindasvið. Hann hefur brennandi áhuga á heilbrigðisþjónustu og öllu henni tengdri, sérstaklega nýsköpun og framþróun.